Halti hundurinn Kátur

Síðasta helgi var ljúf... Krakkarnir voru hérna en veðrið var frekar leiðinlegt. Valdi og Jakob gegnu samt aðeins frá hér fyrir utan og settu hjólin inn og kamínuna og gengu frá fyrir veturinn.  Við Linda bökuðum og Sunna lærði undir próf... Eftir sundferð og kvöldmat á sunnudeginum þá ókum við Uxahryggina með börnin.  Ég náði nokkuð vel að halda mig frá vinnu og öðru gáfulegu og slakaði bara á um helgina... Annars er ég komin með tímabundna skrifstofuaðstöðu uppi í Skóla (Ásgarði) á annarri hæð... Það er hrein og klár snilld að vera komin með aðstöðu og geta haldið úti vinnudegi en hafa ekki vinnuna hangandi yfir sér allan daginn...

Fyrir nokkrum dögum tók ég eftir að Kátur haltraði pínulítið.. við nánari eftirgrennslan þá kom í ljós lítið sár á einni táslunni... Ég reyndi að þrífa það og fylgdist með honum en það dugði ekki til og hann var farinn að haltra verulega í gær og hlífa hægri framloppu... Svo við fórum með hann til Gunnars Gauta dýralæknis í Borgarnesi sem gaf honum fúkkalyf og bólgueyðandi og svo fengum við kaffi hjá Eddu og drifum okkur heim... Við vorum ekki fyrr komin heim en við tókum eftir að Kátur var núna að hlífa vinstri framloppu... Og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann var bólginn um liðinn.... Við ákváðum að sjá hvort bólgan færi þar sem hann hafði fengið bólgueyðandi en það vildi ekki betur til en svo að nú tillir hann sér í báðar framloppur en stígur ekki í vinstri afturloppu.... Hann hreyfir sig nánast ekkert til að hlífa sér núna... liggur bara fyrir en ef maður gengur framhjá þá rúllar hann sér á bakið og vill fá maganudd... Hann leyfur okkur að þukla á sér loppurnar án þess að æmta svo við vitum bara ekkert hvað er að dýrinu... Ég hringdi aftur í dýralækninn en við ætlum að skoða þetta aftur á morgun.. Sjá hvað gerist.... Kátur er svona eins og krakkarnir sem muna ekki hvort það var hægri eða vinstri fótur sem var haltur....... en hann ruglar líka saman aftur og framloppum...

Ég er núna að fara í bæinn en í kvöld er fyrsti keramiktíminn í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Ég gisti svo hjá Gerði og fer í HÍ (þjóðskjalasafnið) í tíma í fyrramálið... Bruna svo aftur heim til að kíkja á Kát og halda áfram að vinna..

Valdi er að stússast í trjáfellingum og er að fara að koma sér aftur að verki í Mastersverkefninu en vegna veðurs hefur það ekki verið hægt undanfarið..

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 294658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband