17.9.2008 | 21:47
Sænskt skriffinnsku vesen!
Svíarnir sendu mér í dag til baka eyðublað sem ég sendi þeim í nóvember. Þeir báðu mig um að fylla út "Highlightaðan" reit þar sem ég hafði gleymt að skrifa hvenær ég kom til landsins.. Þetta var umsókn um EU-kortet sem er heilsutryggingakort Svíanna sem ég þurfti að hafa þar sem ég var alltaf að þvælast milli landa í skóla.. Ég merkti við í eyðublaðinu að ég yrði innan við ár í landinu.. Það tók þá sum sé 10 og hálfan mánuð bara að skoða eyðublaðið... Hvað ætli tæki raunverulega langan tíma að fá EU kortið í alvöru... Þeir sendu þetta til Íslands... Ég er bara að velta fyrir mér hvort þeir hafi fattað að ég væri FLUTT HEIM.....
En reyndar kæmi sér kannski vel að hafa EU kortið frá Svíþjóð hér núna þar sem Svíarnir hafa ekki sent mér ennþá eyðublað E-104 sem ég sótti um til þeirra í mai. Það þarf að framvísa því hjá Tryggingastofnun til að komast inn í sjúkratryggingakerfið hérna heima strax en ekki eftir sex mánuði. Ég hafði góðan fyrirvara á að redda þessu en allt kom fyrir ekki.. Ég varð að fara úr landi án þess með loforð um að þetta yrði sent. Ég er búin að hringja og E-meila en ekkert gerist.... Ég var að spá í í dag að senda þeim tölvupóst og segja að ég væri með bráðsmitandi berkla og væri á leið til Svíþjóðar til læknismeðferðar... En nei nei.. ég er líklega búin að gefast upp.... Bíð bara þessa tvo mánuði sem eftir eru til að komast hér inn í kerfið... Vona bara að ég "flensist" ekki eitthvað á því tímabili.... Valdi er búinn að fá sitt E-104 svo hann er seif....
Ég segi bara enn og einu sinni... Ég vildi að sænska kerfið væri bara eins og það Gambíska... Um leið og maður vissi hvenær maður átti að beita mútum þá svínvirkaði allt saman, tollurinn, löggan, innflytjenda skrifstofan og svo frvs..... "Come back to morrow" var hintið......
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 294658
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman"; mso-ansi-language:NO-BOK;} @page Section1 {size:595.3pt 841.9pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} -->
Merkilegt þetta samnorræna samtarf, hefði haldið að það væri nóg að flytja lögheimilið og bang kominn inn í kerfið. En nei..... maður þarf að bíða milli vonar og ótta að ekkert komi til með að hrjá mann i hálft ár sérstaklega ef maður ætlar sér að flytja heim aftur. Og finnst þér það alltaf jafn merkilegt að Íslendingar með íslenskan ríkisborgararétt sem flytja heim eftir nám eða stutta dvöl erlendis þurfi að bíða í hálft ár áður en það hrekkur inn í kerfið.
Það er kannski til einhver einföld sýring á þessu, en ég hef að minnsta kosti aldrei heyrt hana
Annars var það svo merkilegt þegar að ég og mínir komum út til Noregs að við duttum inn í kerfið án þess að lyfta litla fingri fengum heimilislækni frá fyrsta degi, hef aldrei þurft að framvísa einu né neinu. Svo Guðrún mín ef að eitthvað fer að hrjá þig, er þá ekki bara spurningin að skella sér til Noregs??
Haustkveðjur frá Noregi
Oddný Guðmundsdóttir , 18.9.2008 kl. 07:04
já hvernig væri það - var það ekki það sem miðillinn sagði hér um árið - það skyldi þá ekki eiga eftir að rætast
en að öllu gamni slepptu þá eru svíar nú heimsmeistarar í skriffinskunni og þeim hæfileka að flækja hin einföldustu mál.
kveðjur úr skagafirði
p.s. það styttist í laufskálarétt - bara svona ef þið vissuð ekki af því.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, 19.9.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.