12.9.2008 | 10:34
Vinna og veiði
Jæjja þá er þessi kennsluvika búin..
Ég veit ekki betur en að kennslan gangi ágætlega... Ég held samt að ég hafi drepið nemendurnar úr leiðindum sl. mánudag með umræðu um kynvöxt og geldvöxt grassprota... Djísus.. ég sá allt í einu að lífið var að fjara út úr augum meira að segja áhugasömustu nemendanna.... svo ég slúttaði aðeins fyrr og kryddaði þetta aðeins meira fyrir næsta tíma en seinni tíminn í gær fór svo bara í "vitleysu" eða þannig.. Ég sauð saman fyrirlestur um áhugaverða frjóvgun orkidea td. og plöntur sem éta prótein og margt fleira áhugavert úr náttúrunni... Ég var að reyna að sannfæra krakkana um að grasafræði og "kynlíf grasa" væri ljómandi spennandi.... Þau allavega hlustuðu og enginn sofnaði sem er góðs viti...
Framundan er brjáluð vinnuhelgi hjá mér... En ég hef bara enn ekki náð undirhöndinni í kennslunni og ætla að reyna að vinna mig fram í tímann og undirbúa ýmis verkefni sem framundan eru hjá krökkunum. Ég þarf líka að undirbúa masterskúrsana mína en fyrri vikan í í aðferðafræði og heimsspeki er í næstu viku. VINNA, VINNA, VINNA, VINNA.....
Ég fór í ræktina í gær í Borgarnesi til að hitta Írisi Grönfeld þjálfara en hún setti upp prógramm fyrir mig.. Ég veit nú ekki hvaða ´"húmbúkk" ég hef verið að gera í tækjunum en ég var yfir leitt með lóð nr. 2 og gerði 10-15 sinnum hverja æfingu.. Hún lét mig hafa "Byrjendaprógramm" með lóð nr. 6-7 og ég átti að gera æfingarnar 3x15.. DJÍSUS.. Ég hafði eiginlega ekki lengur stjórn á höndunum á mér og hafði áhyggjur af að geta ekki stýrt heim... Og í dag er ég verulega aum í upphandleggjum...
Valdi er að fara núna á eftir í Fossálana með börnin og líka með Jónasi og hans börnum fjórum.. Þetta verður æðisleg ferð hjá þeim og ég er miður mín að komast ekki með.. Við höfum tvisvar farið í fjölskylduferð í Fossálana að veiða með pabba hans Valda en núna eru það bara þeir Jónas og börnin. Fossálarnir eru nokkra km austar en Kirkjubæjarklaustur. Þar veiddi ég um árið 3 fiska á veiðistað 12 á 10 mínútum.. Og einn var 5 punda.... En ég bara verð að ná undirtökin í kennslunni og náminu aftur.... Ég og Kátur verðum því ein heima um helgina sitjandi við tölvuna.... en ég er búin að lofa Káti að labba með hann og kasta bolta...
Bestu kveðjur úr mildu og yndislegu haustveðri á Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 294658
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.