6.9.2008 | 15:02
Sunna 18 ára í dag
Við vorum að setja inn nokkur ný albúm.
Hvítárveiði: Valdi og aðrir meðlimir í veiðifélaginu Kela að leggja net í Hvítána.
Tré ársins: Atöfn þar sem tré ársins var útnefnt í Borgarnesi. Purpurahlynur.
18 ára afmæli og nýfædd: Ein mynd frá kvöldverðarboðinu í gær þar sem við héldum upp á 18. ára afmæli Sunnu. Og svo eru nokkrar myndir af dóttur Baldurs Helga og Elínar er nún er gullfalleg 12 daga gömul.
Körfuboltamaraþon: Nokkrar myndir frá körfuboltamaraþoninu sem fram fór hér á Hvanneyri síðustu helgi.
Annars er fínt að frétta. Afmæli Sunnu er í dag en hún er orðin 18. ára. Það var haldið upp á það í gærkvöldi með veislu þar sem Steinunn, Gústi og Lísa (hundur) og Halla og Árni komu í mat. Þetta var ljúf kvöldstund og ég held að maturinn hafi verið ljómandi góður en við bárum fram lambafile með gratíneruðum katöflum en í desert var Rabbabararúna sem klikkar ekki. í dag verður afmæliskaka..
Í morgun komu Baldur og Elín með nýfædda dóttur sína í heimsókn. En þau eru á leið norður. Sú litla var náttúrulega elger dúlla, lítil og sæt.
Ég fór í fyrsta tímann í HÍ sl. miðvikudagsmorgun. Ég lagði snemma af stað til að vera örugglega á réttum tíma en ég er mjög stundvís. Það vildi hins vegar ekki betur til en svo að ég lenti í morgunumferðinni í Reykjavík sem var skelfileg og ég kom 15 mín. of seint í Þjóðarbókhlöðuna bara til að frétta að tíminn var í Þjóðskjalasafninu.. Úpps... Ég brunaði upp eftir og sá hópinn minn fara á milli bygginga.. ég henti mér í stæði og inn og spurði þar ungan dreng hvort þetta væri "heimildafræðin" jú hann hélt nú það... En þá sagði kennarinn.. Ok.. held við látum þetta duga í dag.. sjáumst í næstu viku... ÉG MISSTI AF TÍMANUM....
Annars líst mér vel á fagið en ég spjallaði við kennarann og fékk allar upplýsingarnar sem mig vantaði..
Kennslan gengur vel en hún tekur MIKINN tíma... Ég er núna í 50% vinnu en held ég sé að vinna allvega 100%.... skil ekki hvernig á að vera hægt að gera þetta á minni tíma svo vel eigi að vera..
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf skemmtilegar myndirnar hjá þér, gaman að skoða þær.
Það er nú orðið allt of langt síðan við hittumst yfir kaffibolla, við verðum að bæta úr því fljótlega.
Hafðu það gott
Berglind (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 09:06
Já, það er nóg framudnan hjá þér mín kæra. Ætlar þú í ræktina í Ásgarði? Sjáumst á fartinu einhvern daginn
Sigga Júlla (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.