2.9.2008 | 20:04
Haustið hafið..
Haustdagskráin er hafin hjá okkur þó haustið sé ekki alveg skollið á í náttúrunni sem betur fer en það er yndislegt veður úti núna.. Hins vegar er þetta svo sjarmerandi tími... farið að dimma.. nýir nemendur á vappi út um allt og allt í einu fær maður ekki bílastæði hjá skólanum.. (OK.. ég skal labba í vinnuna)...
Nú er komin haustrútína hjá mér... Ég kenni klukkan 8:15 þrjá daga í viku og ég ÆTLA að fara í ræktina strax eftir tímann... ÉG SKAL... Þriðjudagskvöld er ég á keramik námskeiði hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur og gisti þá hjá Gerði systur og fer svo í HÍ í tíma í Heimildaleit í skjalasöfnum sem er í sagnfræðideildinni, strax á miðvikudagsmorgninum... Svo koma tvær lotur í grunnkúrsum í mastersnáminu. Mér líst mjög vel á Aðferðafræðina.. kennslan þar lítur út fyrir að vera alveg MÖGNUÐ... Og svo er Vísindaheimspeki/siðfræði... Rosalega vel skipulagt sýnist mér en ég bara get ekki feikað upp áhuga á svona hlutum.. En ég gef þessu góðan séns og fer í þetta með opnum hug.. En þessi mastersnámskeið eru kennd tvisvar sinnum, í viku í senn..
Valdi hefur átt langa daga uppi í Skorradal með Káti að mæla fyrir mastersverkefnið. Það gengur loksins vel en það hefur gengið hægt hingað til..
Við fórum í afmæli til Þóru á Hellum um helgina en hún var þrítug. Þetta var ekkert smá glæsileg veisla en flest allar veitingarnar voru heimaræktaðar eða veiddar.... Ummmmm svo gott og glæsilegt... Þóra líka alveg stórglæsileg þrítug með mastersprófið á leiðinni í haust.. Ég verð líka að segja að frændfólk Þóru er með skemmtilegra fólki sem maður hittir.. Ég var hins vegar í einhverju vinnupanikkkasti og dró Valda með mér heim tiltölulega snemma...
Á laugardagsmorgninum fórum við í körfuboltamaraþon en það var haldið hér í íþróttahöllinni (100 ára gamalli) til styrktar (eða heiðurs) Sverri Heiðari kennara sem berst við krabbamein.. Þetta var frábært framtak hjá strákunum hér á Hvanneyri sem spiluðu körfubolta frá 6.00 um morguninn til miðnættis... Þrjú lið hjá þeim sem skiptust á... Við Valdi og Sissí spiluðum klukkan 7 um morguninn.. JÁ ÉG SAGÐI SJÖ UM MORGUNINN... það var reyndar æðislegt.. en ég get ekki sagt að ég sé hæfileikaríkur körfuboltaspilari... Fyrir hvern leik borgaði maður 1000 kall á haus (þrír í liði) og Valdi spilaði svo annan leik seinna um daginn með Önnu Lóu og Kjartani.. Hver leikur var 15 mín og ég held að dagurinn hafi verið nokkurn veginn fullbókaður og jafnvel færri komist að en vildu...
Um kvöldið fór Valdi svo og fylgdist með lokasprettinum en þar var múgur og margmenni að fylgjast með þegar Rannsóknastofan, í hvítum sloppum og með latex hanska sýndi stórleik....
Glæsilegt framtak...
Á sunnudeginum fór Valdi og mældi tré ársins í Borgarnesi við athöfn sem þar var á vegum Skógræktarfélags Íslands.. Tréð er Garðahlynur og er stórt og fallegt...
Ég kenndi fyrstu kennslustundirnar í morgun.. Líst vel á hópinn enda allir mættir vel fyrir tímann svona í fyrsta sinn.... Held þetta hafi bara gengið vel...
Já haustið leggst vel í okkur hér á Álfhólnum
Bestu kveðjur
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Það er prjónakaffihús á Amokka í Kópavogi í kvöld, 20-22 - jurtalitun er fyrirlestur kvöldsins!
Kveðja,Elín Björk
Elín Björk (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.