23.8.2008 | 19:57
Bakverkir og jurtagreining
Síðustu viku hefur einhver slæmur bakverkur verið að plaga mig en hann tók við af náraverknum... Er ég að breytast í aumingja eða hvað?
En af einhverjum undarlegum ástæðum þá er bakverkurinn skárri í dag þrátt fyrir að ég hafi verið á fótum síðan 6:30 í morgun og staðið upp á endann í allan dag á Landbúnaðarsýningunni á Hellu og kynnt Landbúnaðarháskólann. En þessi dagur hefur verið hreint út sagt frábær... Sýningin var frábærlega vel lukkuð og þrátt fyrir þvílíkt skítaveður þá var alveg pakkað af fólki. Fyrir mér þá var þetta geggjað rejúníon... en ég er búin að hitta svo marga gamla vini að það hálfa væri nóg. Svo er ég líka búin að brosa út í eitt og svara spurningum um skólann og þær hafa verið margar... Ég skaust svo frá í dag til að taka þátt í keppni í jurtagreiningu... Ég er búin að undirbúa mig svolítið verð ég að viðurkenna.. Ég var nú svona bara að hugsa þetta í ungmennafélagsanda "að vera með" en svo brast á með einhverjum brjáluðum keppnisanda og ég ýtti frá konum og börnum sem voru fyrir mér og ruddist áfram... Nei OK.. kannski ekki alveg.. En ég stormaði fyrst með listann til stjórnandans.. Og fór svo bara í básinn minn.... Það kom svo í ljós að ég var í öðru sæti... Veit ekki hvað við vorum mörg.. 10-13 ca.. En ég er himin lifandi með að vera í öðru sæti... Einu stigi tapaði ég vegna rangra upplýsinga frá starfsmanni og hinum stigunum (sem voru ekki mörg) tapaði ég vegna klaufaskapar.. en ég vissi nöfnin á öllum plöntunum.. En þetta var gaman... Konan sem ég tapaði fyrir er vön að taka þátt í þessum keppnum og víst rosalega klár í þessu.. Ég held það hafi munað 2 stigum á okkur.. af 37 plöntum... Gaman gaman.. Ég gekk um með medalíuna mína í allan dag og ef fólk tók ekki eftir henni þá bara veifaði ég henni grimmt.... Bara smá montin..
Jæjja nú er ég á leið út að borða ein en ég hef ekkert borðað af viti síðan ég fékk ceríós í morgun... Ég hef náð að fá smakk bita hér og þar í salnum en annars bara kaffi.. röðin í veitingarnar var of löng..
Valdi er með krakkana þessa helgina en þau voru að stússast í bænum í dag en eru núna í mat hjá Afa Reyni.. Þau koma líklega á sýninguna á morgun en vonandi hef ég tíma til að hitta þau..
Bestu kveðjur frá Hellu
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og bless, var að finna bloggsíðuna þína aftur og sé að þú ert komin heim til Íslands. Skelli inn bókamerki og þá týni ég þér ekki aftur. Vona að þú hafir það gott skvís. Bestu kveðjur, Gia
gia (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:12
til hamingju með önnur verðlaun, bara eins og landsliðið okkar, ekki amalegt það!
Sjáumst
Berglind (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 08:53
hæ til hamingju með "silfrið" - ég kannast við það að kynna skólann á svona sýningu var hér á króknum fyrir tveim árum að kynna LBHÍ þetta er heilmikið puð.
bestu kveðjur að norðan - guðbjörg
Guðbjörg Guðmundsdóttir, 25.8.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.