13.8.2008 | 22:59
86 ára, ríkur og einhleypur!!!
Sl sunnudag komu Brjánn og Karen með Brynhildi Þórey í kaffi.. Ó hún er svo mikil rús litla frænka.. Hún fór alveg á kostum að reyna að "klappa" (lesist klípa...) Kát sem forðaði sér enda búinn að fatta að fólk af þessari stærð er ekki mjög vinsamlegt.... Sú stutta sótti stígvélin hans Valda fram í forstofu og vildi endilega máta og labba um í þeim og skildi ekkert af hverju pabbi sinn hélt fast í hana en stígvélin voru eins og allt of stórar vöðlur á þeirri stuttu...
Valdi er allveg á kafi í mælingum í Skorradal fyrir lokaverkefnið sitt.. Þessa dagana er hann með Íra sem aðstoðarmann frá Skógrækt ríkisins á Vesturlandi. Kátur fer alltaf með þeim en hann er svo þægur og góður úti í skógi og fylgir þeim alveg eftir..
Ég var að gæda hóp af Ameríkönum sl. þriðjudag.. Ég átti að þrusa yfir þeim um íslenskan landbúnað og rölta svo með þeim í Kirkju, Landbúnaðarsafn og Ullarsel.. Ég var eiginlega mjög stressuð því ég hafði ekki alveg skýrar upplýsingar um hvernig hópurinn væri.. Hvort þau vildu hevý fyrirlestur um íslenska kvótakerfið og töllalögin eða bara létta útgáfu af landbúnaðinum.. Svo kom í ljós að þetta voru eldriborgarar sem vildu miðlungs létta útgáfu af fyrlestrinum og ég fór alveg á kostum verð ég að segja og þau hlógu að öllum lélegu túristabröndurunum mínum svo ég færðist öll í aukana og komst í gríðarlegt stuð og alltaf hlógu þau.. Einn gamli maðurinn frá OHIO minnir mig... var mikið að spjalla og ítrekaði að hann væri einhleypur og ríkur og 86 ára gamall!!!!! HJÁLP...
Þriðjudagskvöldið þá komst Valdi loksins í að járna Nóra svo nú fer hann að skella sér á bak loksins. Faldur er enn Suður í Landi og kemur líklega ekki þaðan fyrr en búið er að panta ferð í sláturhúsið fyrir hann... Astra verður áfram fyrir Norðan hjá Valda og Steinunni enda þykir okkur ekki taka því að sækja hana yfir hálft landið fyrir stuttan notkunartíma en við verðum ekki með hesta á húsi í vetur þar sem Valdi verður talsvert í Svíþjóð eftir áramót. Nóri var járnaður hér á hlaðinu og þegar síðustu fjaðrirnar fóru undir þá var eiginlega orðið mjög dimmt en útiljósið reddaði einhverju...
Í dag var Valdi að svolítið sætur og kom með blóm handa mér úr Skorradalnum.. Þegar hann mætti heim úr vinnunni rétt fyrir sjö þá rétti hann mér fallegt "blóm" eða allavega skrýtna jurt og heldur var minn rogginn á svipinn þegar hann sagði "Ég kom með blóm handa þér.... " Og ég saup hveljur.... Hann hafði fundið ferlaufung sem er friðaður á Íslandi... VALDI!!!!!!!!! Skamm skamm... Hann hafði náttúrulega ekki hugmynd um hvað þetta var en hann vissi allavega að þetta hlyti að vera eitthvað merkilegt því hann hafði ekki séð þetta áður...... Já merkilegt var þetta... Og rækilega dautt núna!!!!!
Myndir koma vonandi seinna af Brynhildi í "vöðlunum" og frá D-Deginum en tölvan mín er eitthvað í óstuði þessa dagana...
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.