Sveittir Clapton tónleikar og D-dagurinn

Í gær fórum við Valdi í bæinn en við þurftum að útrétta eitthvað... Þetta var eiginlega martraðarferð þar sem við stefndum á Rúmfatalagerinn, Ikea, Húsasmiðjuna, Smáralindina, Garðheima og Elkó í föstudagsumferðinni.. Enda var geðheilsa okkar hjóna orðin heldur tæp á köflum... En allt hafðist þetta þó að lokum..

Um kvöldið fórum við á Clapton tónleikana. Tónleikarnir sem slíkir voru fínir, Clapton góður en ég saknaði þess að heyra ekki Leila og Tears in heven..  En það verður að segjast að Íslendingar hafa aldrei verið góðir í fjöldastjórnun og hvað þá að vera í fjölda og haga sér sem fjöldi... Við mættum klukkan 19.30 og byrjuðum á salerninu en Valdi komst að en ég sleppti því þar sem röðin var löng... En ég skil ekki hvernig er hægt að vanmeta klósetþörf, bjórþörf og súrefnisþörf 12.000 Íslendinga á tónleikum. Við biðum í 45 mínútur eftir að fá að kaupa vatn og við gátum ekki hamstrað það af "öryggisástæðum" þar sem við fengum ekki tappann með... Hitinn var svakalegur, röðin á klósetið og í veitingarnar var of löng...  Bjórinn of dýr og vatnið líka... Eina súrefnið sem við fengum á tónleikunum var þegar við fórum út í reyksvæðið þar sem það var alveg að líða yfir mig inni í sal af hita og svita.. 

En það er alltaf ákveðin stemning að fara á tónleika og dilla sér svolítið... Góða skapið var allsráðandi hjá flestum þrátt fyrir hitann og svitann... Og alltaf gaman að sýna sig og sjá aðra á svona viðburðum...  Við vorum heppin með bílastæði og smugum framhjá umferð og örtröð og heyrðum svo Leila í útvarpinu á Bylgjunni þar sem margir höfðu hringt og beðið um lagið í sárabót fyrir að því var sleppt á tónleikunum. 

Laugardagurinn var frábær. Krakkarnir höfðu komið kvöldið áður meðan við vorum á tónleikunum og svo var von á gestum um daginn.. Það var nefnilega Dráttarvéladagurinn í dag þar sem haldið var upp á 90 ára afmæli veru dráttarvélarinnar á Íslandi og einnig var haldið upp á 80 ára afmæli Hvítárbrúarinnar. Mikið var um að vera hér á Hvanneyri og meðal annars var smíðuð stærsta dráttarvél á Íslandi og líka frumsýnd uppgerð dráttarvél sem var fyrsta díselvélin á Íslandi. Hátt í 300 manns voru á svæðinu í frábæru veðri. Það var dásamlegt að fylgjast með út um eldhúsgluggann þegar dráttarvélarnar og fólkið var að mæta á svæðið... En ég hafði staðið í ströngu í bakstri um morguninn því von var á Elínu Björk og hennar manni og syni í kaffi og auk þess kræktum við í Elínu og Baldur Helga í kaffi.. En svo skemmtilega vill til að Elín og Elín eiga báðar von á barni.. Elín og Baldur núna eftir nokkra daga Elín Björk í nóvember.. Einnig komu í kaffi Hildur og Þórarinn og þrjú af þeirra börnum en þau eru frá Spóastöðum þar sem ég var í verknámi..  Krakkarnir og Valdi skottuðust um og skoðuðu dráttarvélarnar og svo eftir kaffi fóru Valdi og Linda í afmæli Hvítárbrúarinnar en ég gekk frá eftir kaffið og spjallaði við Björk vinkonu... 

Um kvöldið grilluðum við en við höfðum keypt grill í Húsasmiðjunni í bænum og Sunna og Valdi settu það saman. Sunna og Valdi settu líka saman kommóðu sem við keyptum undir sjónvarpið í svefnherberginu.. Ég held að Sunna ætti að íhuga að verða verkfræðingur þar sem hún hefur endalausa þolinmæði í að setja saman hluti og er ansi klár í því líka...

Bestu kveðjur frá Hvanneyri 

Ps. albúm koma seinna vegna tölvuklúðurs..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir okkur!

 ÉG er ekki með neitt email hjá þér og finn þig ekki í starfsmannalistanum :-) 

En uppskriftin að hringlaga teppinu er http://www.knitlist.com/00gift/round-baby-blanket.htm - og myndir af mínu teppi má finna á  http://www.flickr.com/photos/elinbjork/2612005444/

 Kveðja, Elín Björk.

Elín Björk (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband