Rólega helgin sem var ekki róleg..

Við Valdi sáum fram á rólega verslunarmannahelgi en þá fóru að streyma að skólafélagar Valda frá Svíþjóð... Fyrst kom Raitis (Frá Lettlandi) á puttanum frá Suðurlandi. Valdi fór með hann rúnt um Skorradalinn. Á sunnudagsmorgninum þá hringdi síminn og þá voru það Magic og Kaiza frá Póllandi. Snilld, fínt að sameina þetta svona... Þegar þau mættu á svæðið þá var farið í langan bíltúr um Skorradalinn aftur og svo upp Borgarfjörðinn í Reykholt og að Deildartunguhver. Þegar hópurinn kom heim þá beið þeirra íslensk kjötsúpa og rabarbarapai. Fyrr um daginn þá höfðum við dobblað Snorra til að hafa barinn opinn svo við  skelltum okkur á Pöbbinn án þess að búast við miklu stuði á sunnudagskvöldi en viti menn.. Barinn var alveg smekkfullur af skemmtilegu fólki og mikil stemning..

Þrátt fyrir þreytu á mánudeginum þá var farið í bíltúr upp að Hreðavatni og þar var skoðuð myndlistarsýning í skóginum. Hópurinn lagði svo af stað á Suðurlandið undir kvöldið. Þetta var skemmtileg helgi en heldur fórum við þreytt inn í vinnuvikuna á þriðjudeginum.

Næstu helgi förum við á Clapton á föstudagskvöldinu en svo eru hátíðarhöld  hér á Hvanneyrií tilefni af því að það eru 90 ár síðan fyrsta dráttarvélin kom til landsins og auk þess er líka 80 ára afmæli Hvítárbrúarinnar. (Sjá: http://www.landbunadarsafn.is/frettir/nr/75099/)  Ég ætla að hafa eitthvað bakkelsi í gangi á laugardeginum svo endilega ef einhver vill flýja Gay Pride brjálæðið í bænum þá er þetta rétti staðurinn....

Nágrannakötturinn er búinn að skila sér.

María Guðbjörg... Nei Brjánn var ekki í MS.. veit reyndar ekki hvar Karen fór í menntaskóla...

Elín Björg... Hlakka til að sjá ykkur næsta laugardag..

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband