30.7.2008 | 19:10
Sitt lítið af hverju..
Já það er orðið smá síðan við settum inn almennilega færslu..
Valdi hefur verið að vinna í garðinum en ég er enn á kafi í vinnunni hjá Lbhí.. Nú er farið að hitna undir mér því Áskell kemur úr fríi eftir helgi ég ég er ekki nálægt því að klára það sem ég ætlaði mér áður en hann kemur úr fríi.. Svo ég sit sveitt við þessa dagana.. Þetta bara gengur svo HÆGT...
Ég held ég telji bara upp albúmin sem ég setti inn og þá kemur fram það helsta sem á daga okkar hefur drifði sl. viku en krakkarnir voru hér síðustu helgi.
HESTFJALL: Í gærkvöldi fórum við skötuhjúin í kvöldgöngu upp á Hestfjall (221 m). Þó fjallið sé ekki hátt þá tókst okkur að vera tvo tíma að þessu þar sem ég var með nefið niðri í jörðinni og skoðaði steina, fléttur, skófir og plöntur.. Valda fannst ég ekki mjög skemmtilegur göngufélagi enda fór ég hægt yfir og skríkti svo mikið í lofthræðsluklettunum efst... En útsýnið var flott af toppnum og gönguferðin yndisleg í frábæru veðri. Það er eiginlega með ólíkindum að ég hafi ekki hundskast upp á fjallið fyrr en það er hér rétt fyrir ofan og ég hef búið hér í 5 ár.. Þannig að það var nú kominn tími á þetta. Ég hef reynt áður að fara á Hestfjallið en komst bara nokkra metra frá bílnum þar sem það var svo mikið um skemmtilegar skófir og plöntur að ég komst aldrei lengra..
HVALFJÖRÐUR: Á sunnudaginn fórum við í heimsókn til Davíðs og Guðbjargar í sumarbústaðinn á Hvalfjarðarströndinni. Anna Sólveig og Bjarki Steinar voru þarna líka. Tilgangurinn var að Valdi labbaði með þeim hjónum um lóðina og spáði í trén.. Ég skoðaði gróðurinn á meðan og fann td. tófugras og Bláklukku en Bláklukkan á að vera á Austurlandi en ekki hér.. Reyndar hef ég fundið hana í Borgarfirðinum en amma játaði þegar gengið var á hana að Bláklukkan hefði komið með úr ferðalagi austur í Skaftafell... Það var gaman að koma í bústaðinn en ég hef ekki komið þangað lengi, trjágróðurinn er orðinn svolítið magnaður þarna. Linda lék við Bjarka Steinar og hlaut stóran blautan koss fyrir þegar hún fór... Það fannst henni sætt..
SKORRADALUR OG BAKKAKOT: Á laugardeginum fórum við með krakkana í góðan bíltúr í kringum Skorradalsvatnið.. Við stoppuðum í Vatnshornsskógi (Klausturskógi) því ég vildi finna ákveðna fléttutegund sem hefur bara fundist á birki í þessum skógi.. en það er undirtegund af flókakræðu en ekki fannst fléttan... En bíltúrinn í kringum vatnið var skemmtilegur og við stoppuðum í Bakkakoti sem er eyðibýli þar sem enn eru húsgögn og myndir uppi á veggjum.. Svolítið krípí...
GÖNGUM SAMAN Á HVANNEYRI: Og eins og hefur komið fram þá er ég í gönguklúbbi í Borgarnesi sem ákvað að hittast á Hvanneyri sl. mánudagskvöld. Það var frábært veður og margar konur mættu 20-30 og eftir skemmtilega göngu niður á engjar og víðar þá var farið heim á Álfhólinn í kaffi en það var mjög gaman að fá allar kellurnar.. í heimsókn og mikil stemning. Valdi stóð sig eins og hetja og fyllti á kaffikönnur og hitaði te og undirbjó allt áður en við komum og brosti svo hinu blíðasta til kvennanna enda hefur hann ekki þorað öðru þar sem hann var eini karlmaðurinn á svæðinu og því í miklum minnihluta..
Síðustu daga höfum við verið að passa kött nágrananna en svo þegar þau komu heim frá Ítalíu í gær þá var kötturinn horfinn... HJÁLP VIÐ HÖFUM TÝNT KETTINUM.. Þannig að ef einhver hefur séð rauðan kött sem gegnir nafninu Tómas og jarmar frekar en mjálmar þá býr hann hér á hólnum...
Bestu kveðjur úr óþolandi góðu veðri á Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
halló halló.... rakst á síðuna ykkur í gegnum myndaalbúmið....flottar myndir hjá ykkur frá Hestfjallinu.....
.....takk fyrir að deila þeim...
Fanney Björg Karlsdóttir, 30.7.2008 kl. 21:40
hæhæ, gaman að skoða myndirnar. Sérstaklega gaman að sjá myndir af Bakkakoti. Mér finnst svoótrúlega áugavert að skoða eyðibýli. Að einhver hafi búið þarna og leikið sér. Magnað.
Kannast nú eitthvað við hann bróðir þinn og konu hans. Voru þau ef til vill í MS?
Kveðja, sjáumst vonandi í fljótlega.
María Guðbjörg
María Guðbjörg (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 00:26
Við fjölskyldan ætlum að kíkja á traktorana ógurlegu á Hvanneyri á laugardaginn verðið þið heima?
Kveðja, Elín Björk.
Elín Björk (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:37
HÆ Elín og allir aðrir sem vilja koma í heimsókn..
Jápp við verðum heima um helgina...Krakkarnir eru hjá okkur svo það verður skellt í eina eða tvær kökur...
Bestu kveðjur
Guðrún B.
Guðrún og Valdi, 6.8.2008 kl. 12:22
Frábært! Við rennum þá við svona þegar mesti spenningurinn er farin úr þeim stutta (sem ELSKAR Massey Ferguson!)
Elín Björk (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.