Aldrei fór ég á landsmót!

Nú vantar bara þakkannt á húsið og þá er þakið tilbúið.. Við Valdi (aðallega Valdi) höfum verið að taka til í garðinum eftir smiðina, tína til kubba og allskonardót og henda í ruslið... Valdi tíndi saman 6 stóra plastpoka af einangrun sem hafði troðist niður úti í garði... Þetta var mikil vinna.. Valdi sló svo garðinn í gær og nú bíður það mín að fara að raka sem verður bara gaman í þessu yndislega veðri.

Helgin er búin að vera ljúf. Sl. föstudag var okkur boðið í grillveislu sem gekk undir nafninu "Aldrei fór ég á landsmót... " en Snorri og Kolla ákváðu að hóa saman þeim sem voru á staðnum og höfðu ekki farið á landsmót og bjóða í grill... Það var alveg óskaplega gaman að hitta alla Hvanneyringana og grilla í þessum góða hópi... 

Á laugardagsmorgninum dreif ég í að baka gulrótarköku fyrir gesti sem ætluðu kannski að koma en það lítur ekki út fyrir að þeir séu á leiðinni þannig að ef einhver vill koma í kaffi og gulrótarköku þá er nóg til...  

Jæjja nú er stefnan tekin á garðvinnu... ég get ekki látið Valda gera þetta allt einan.. ég þarf víst að sýna lit..

Tvö ný albúm..

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

umm já gulrótakakan var ljómandi góð, takk fyrir okkur

Bebba og Óskar

Berglind (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband