Lögð af stað heim..

Jæjja þá erum við svo gott sem búin að þrífa okkur út úr íbúðinni... Nú erum við að leggja af stað upp í Smálöndin þar sem við ætlum að gista í nótt í nágrenni við Línu langsokk og Emil.. Hitinn er óbærilegur til flutninga og okkur finnst að það eigi að banna 25 stiga hita þegar menn eru að bera þunga hluti út í bíl...

Lokahófið fyrir bekkinn hans Valda var rosalega skemmtilegt í gær.. Við tókum fullt af skemmtilegum myndum sem koma seinna..

Hrikalegt að heyra af jarðskjálftanum. Jakob bjallaði í okkur og lét okkur vita.. Valdi var mjög ringlaður enda var hann nýkominn úr svona keppni þar sem menn snúast í hringi og hlaupa svo út í bláinn.... En hann náði loksins áttum... Svo horfðum við á fréttirnar þegar við komum heim... Svakalegt að sjá myndirnar.  Þetta vekur upp minningar frá því í stóra skjálftanum hér um árið á 17. júní en þá var ég útsendingarstjóri í fréttum og álagið og panikkið var þvílíkt að útsendingin sem varði í 90 mínútur er eiginlega í "blakkouti" hjá mér... Og á þeim degi tók ég þá ákvörðun að hætta í þessum bransa...  Þetta var bara Too much...

Jæjja og þá erum við farin í ferðalagið okkar.. Við munum reyna að komast á netið á hverjum degi og segja fréttir...

Bestu kveðjur frá Malmö (í síðasta sinn)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góða ferð á klakann

gudm.sig. (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 17:19

2 identicon

Góða ferð heim, hlökkum til að sjá ykkur

Mafían á Akureyri

Rakel (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 18:39

3 identicon

Frábært, gangi ykkur vel í ferðinni. Biðjum að heisla héðan úr Höör.

Gaui og Hugrún

Guðjón og Hugrún (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:47

4 identicon

Ég var í útsendingu í föstudagshádeginu og hádegisfréttirnar sem fengu lengingu í 30 mínútur voru hátt í 45 og svo fengu veður, markaður og sport sirka 2 mín. hver...

Elín Björk (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 295150

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband