Internetraunir

Það var ekki ég sem sprengdi bílinn í Malmö í morgun.. Og ég rændi heldur ekki Handelsbankanum í Jagersbro. Ég var hins vegar á rúntinum niðri í bæ fyrir hádegið og það var allt vitlaust í sírenum og ég taldi bara heillavænlegast að drífa mig heim.. Vissi reyndar ekki hvað var að gerast.

Annars er það helst að frétta að ég er að missa geðheilsuna vegna netleysis. Ég sótti í morgun nýtt módem í Telía til að prófa hvort það breytti einhverju en eins og ég var búin að segja 100 sinnum við starfsmennina.. ÞAÐ ER EKKERT AÐ MÓDEMINU... Loksins eru þeir búnir að samþykkja að líklega er þetta línan þeirra sem er biluð.. En þeir geta ekki kíkt á þetta fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag.. ARRRGGGG.... Þá hef ég verð netlaus í viku og verð líklega komin á geðdeild..  Nei nei.. þetta er ágætis afslöppun að hafa ekkert net en verður líklega ekki jafn sniðugt þegar vistfræðin byrjar að streyma að aftur... Ég hef aðgang að ókeypisi Interneti á Kirsebergbókasafninu. Þar er indælis starfsfólk sem vill allt fyrir mann gera. Í dag mætti ég klukkan fimm til að kíkja á netið en þá voru þau að loka.. Arrggg... en þá benti einn starfsmaður mér á að ef ég laumaði mér inn í félagsmiðstöðina við hliðina og sæti þar upp við ákveðinn vegg þá næði ég fínu sambandi.. Hehe.. þetta gerði ég og sat þarna eins og asni á gólfinu þegar starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar kemur hlaupandi með borð og stól... Næææææsss.....

Vaggi og Lilja koma víst seint í kvöld.. fúlt ég hefði vilijað fá þau miklu fyrr og elda og haf næs en það verður bara að bíða betri tíma... En við náum allavega smá kjaftatörn... Svo er stefnt á Íslendinga-bar-rölt á laugardagskvöldið í Köben...

Í kvöld ætlum við Rakel og guttarnir að fara út að borða á Jensens buffhús..

Ekkert hefur spurst til Valda í dag og geri bara ráð fyrir að hann sé á rúntinum í Litháen í góðum gír.. Hann bjallar örugglega í kvöld og þá get ég sett inn einhverjar fréttir af honum á morgun.

Kveðjur frá Malmö


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband