Rúv-klúður...

Arrrrrrrrrrggggggggggggggg.......

Loksins komst á hreint að Bikarúrslitaleikurinn yrði á netinu.. Mikil gleði hér á heimilinu og við vorum búin að koma okkur fyrir uppi í sófa með snakk og gos og búin að tengja tölvuna í flatskjáinn og tilheyrandi.... En svo....  Þegar kom að seinni hálfleik þá bara var hann ekki á netinu.. RÚV.. COMMON.... Hvernig er hægt að klúðra því að hafa seinni hálf leik með... Ég þurfti að fylgjast með vefútsendingu á mbl.is þar sem ég sat í sófanum og rífressaði á nokkurra sekúndna millibili og horfði á netið í sjónvarpinu og fékk þannig fregnir af gangi leiksins... En TAKK RÚV... fyrir að klúðra þessu... Þeir hafa reyndar verið í miklum vandræðum með vefsjónvarpið sitt en oft vantar framan á helstin í fréttunum eða er slitið aftan af útsendingu.. Ég man eftir Eddu verðlaununum einu sinni... " Og sigurvegarinn er..........." og svo var ekkert meir!!!  Auk þess er mjög pirrandi þegar þeir setja svart fyrir auglýsingar þannig að það kemur dauður tími á skjánum, svartur og dauður, þá held ég nú að auglýsingarnar séu nú skárri.... Jæjja best að hætta að pirrast yfir þessu og fara að sætta sig við ósigurinn... Mér skilst að Brjánn hafi skorað mark.... Og snilldar uppsveifla hjá þeim í lokin sá ég á MBL.is....

Annars fórum við Valdi til Útlanda í morgun en við ákváðum að kíkja á nokkur sumarhús sem voru til sýnis hjá Bella Center í Danmörku en þar var svona sýningarsvæði með uppsettum sumarhúsum meðal annars frá EBK en ég hef séð þau hús í bæklingi og verið óskaplega hrifin af... Nei nei.. við erum ekki að fara að kaupa sumarhús... þetta var bara forvitni hjá okkur.. En húsin eru mjög flott og sjarmerandi.  Svo duttum við örstutt inn í Fields sem er stærsta Moll í DK og er bara nokkuð spennandi að sjá. Við vorum reyndar bara að leita að salerni og munum fara aðra ferð til Útlanda til að kíkja á Fields seinna... Aðallega til að athuga hvort Danskir karlmenn séu eitthvað smekklegri í tauinu en þeir sænsku og kannski finnum við þá einhver föt á Valda sem er að verða nokkuð mikið fatalaus... Enda vaxinn "upp úr" ýmsu og göt komin á margar flíkur... Auk þess hefur ekki verið þvegið á þessu heimili lengi þar sem það þarf að panta þvottatíma og ég gleymdi þeim síðasta og það var ekkert laust fyrr en næsta mánudag.. ég held það hafi ekki verið þvegið þá í nærri 10 daga hér á heimilinu.. OJBARASTA....

Annars er Valdi bara fastur í próflestri og hefur verið duglegur að læra stærfræðiformúlur og fleira skemmtilegt... En það kom ljósapera á í hádeginu í dag og einhver skilningur í höfn þannig að hann tók sér smá pásu til að fara til DK og horfa á fyrri hálfleik.....

Nú ætla ég að fara að baka Sörur og fá mér rauðvínstár til að róa mig en ég er alveg arfavitlaus núna út af Rúv klúðrinu og auðvitað því að Fram tapaði og til að toppa skömmina þá var það fyrir Valsmönnum... En Brjánn bróðir er samt alltaf flottastur... Þeir vinna bara Íslandsmeistaratitilinn í staðinn (er hann ekki annars eftir?LoL)

Kveðjur frá Malmö


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Færi ykkur fréttir af því að Anna Maria og Vilberg voru í kvöld að eignast stúlku 11,5 merkur og 49,5 cm.  3 vikur fyrir tímanna en allt gekk vel og heilsast öllum vel.  Annað Gústi, ég og Halla og Árni ætlum að heimsækja Unni til Noregs um Páskanna, Verður Valdi á landinu á þeim tíma? eða kemur hann seinna?  Hvenær er svo áætluð heimkoma hjá ykkur í vor.  Kveðja úr snjónum af klakanum Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:58

2 identicon

Já það er lélegt hjá Rúv að klúðra þessu svona... en baka sörur? í mars? það á aldeilis að bæta upp klúðrið ;) Vonandi geriru stóra uppskrift, við komum til köben um næstu helgi nebblega, kannski verður stoppað í malmö, annars kíkiru yfir með okkur á pöbbarölt er það ekki?

Lilja (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband