28.2.2008 | 21:16
Lærdómur og aftur lærdómur
Síðustu dagar hafa farið í lærdóm, próflestur og vistfræðiverkefni. Valdi er búinn í Policy áfanganum og er nú bara að læra undir próf. Þar með er áfanginn þó ekki búinn því hann er að fara í námsferð til Lettlands og Litháen í næstu viku í heila átta daga.. Ég dey... En þetta verður örugglega gaman hjá honum.
Við fórum í keðjusagarbúð í dag en Valdi þarf aðeins að skoða græjur og öryggisklæðnað áður en hann fer í verktakavinnuna heima í lok næsta mánaðar. Okkur sýnist reyndar vera sama verð og heima í þessum búðum en það er gaman að skoða þessar vörur. Keðjusagabuxurnar sem voru þarna eru svo liprar að það væri hægt að fara í ballett í þeim....
Við röltum aðeins um í Kirseberggarðinum í dag en það var komið myrkur. Ég taldi óhætt að rölta þarna um þar sem við vorum nú tvö á ferð og þarna eru ljósastaurar. Og það var ótrúlega mikil umferð af fólki í rökkrinu enda var veðrið óskaplega ljúft eftir tvo daga með roki og rigningu.
Um helgina eru Bikarúrslitin í handbolta en Brjánn "litli" bróðir er í vörninni hjá Fram. Ég gat ekki betur séð en að leikurinn væri ekki sýndur á netinu og ég var sko ekki sátt við það og hafði samband við Sport-Rúvara sem ég þekki... Ég veit ekki hvort það hafði einhver áhrif en mér sýnist núna að hægt verði að horfa á leikina á netinu á laugardaginn. Annars var þessi leikur alveg skelfilegur í fyrra þegar Ég, Valdi og öll börnin þrjú keyrðum í bæinn og borguðum formúgu í aðgang og þá skall Brjánn saman við Patta í byrjun leiksins og þeir slösuðust báðir og í sjónvarpinu var þessu líkt við sláturhús!!! Þetta var mjög skelfilegt.. Brjánn kom nánast ekkert inn á eftir þetta og svo voru slagsmál í hléinu... Og Fram tapaði með margra marka mun.. Þetta var klúður.... Ég vona allavega að leikurinn um helgina verði ekki jafn blóðugur og fari betur en sá í fyrra...
Bestu kveðjur frá Malmö ÁFRAM FRAM!!!!!!
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.