Nýjir kúrsar og bolludagur

Ég svaf nánast ekkert í nótt af stressi út af að taka lestina inn til Köben og fara á nýjan stað og í Tölfræðikúrs. Ég bókstaflega þoli ekki lengur þessar lestarferðir. Ef einhver segir við ykkur að það sé ekkert mál að "Pendla" svona yfir þá er það hrein og klár lygi.. Ég talaði við nokkra sem gerðu þetta áður en ég byrjaði á þessu og það sögðu allir að þetta væri nú ekkert mál... Ég veit ekki hvað fólk er að pæla sem þolir þetta..  

Dagurinn byrjaði sum sé í morgun á lestarstöðinni þar sem starfsstúlka neitaði mér um endurnýjun á lestarkortinu mínu af því ég var ekki með "rétt" skólaskírteini frá KU.... Ég þurfti því að borga 1800 ískr til að komast í skólann.. Ég var MIKIÐ pirruð, og um leið og ég kom út úr þessu rugli þá sá ég lestina líða af stað á undan mér. 8:40 lestin var svo sein að hún lagði af stað 8:55 og ég orðin allt of sein fyrsta skóladaginn... Ég missti líka af strætó  á Nörreport og þegar hann loksins kom þá var mér vísað út á röngum stað. Ég þvældist endalaust um háskólasvæðið og enginn vissi hvar byggingin var sem ég var að fara í og loksins fannst hún og þá leit hún út eins og kartöflugeymsla við hliðina á öllum fínu háskólabyggingunum... Tölfræðikúrsinn var reyndar ágætur. Ég allavega panikkaði ekki gersamlega yfir þessu... Auðvitað missti ég svo af strætó á leiðinni heim og ég sá líka í afturendann á lestinni og beið í 20 mínútur niðri í Norreport station sem er ógeðsleg. Þegar til Malmo var komið þá fór ég aftur á miðasöluskrifstofuna og fór bara á annað afgreiðsluborð og fékk endurnýjun á mánaðarkortinu eins og ekkert væri.... Týpískt Sænskt rugl... Og auðvitað sá ég í afturendann á sjöunni fyrir utan Central... En ég ákvað bara að labba heim og koma við í Cooop og kaupa í bollur...

Restin af deginum fór í netsamskipti við nemendur og svo bakaði ég bollur, þær tókust ágætlega vel en voru hálf væmnar... eiga þær ekki að vera væmnar og velgjulegar.. líklega hafa þær tekist vel..

Valdi fór á sænskunámskeið niðri í bæ. Þetta er mjög alþjóðlegur hópur sem er þarna og honum líst ljómandi vel á þetta. Hann verður á þessu námskeiði 2 kvöld í viku í átta vikur.  Þetta er svo stutt niður í bæ að hann hjólar þetta bara.

Kveðjur frá Malmö


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband