Lúxus og letilíf

Æi það er ágætt að þessi ferð er loksins búin. Ég er alveg úrvinda og næ bara ekki að hvílast. Í morgun var ég vöknuð um fjögurleytið og farin að spila kapal á tölvuna. Kennararnir voru alveg í stuði í morgun og vildu enn fara að greina plöntur og eitthvað rugl. Ég var sko ekki á því og kom mér fimlega undan því og fór með Helle á handverksmarkaðinn hér í miðbænum en ég var búin að ákveða að kaupa fallega dúka sem þar fengust. Ég keypti ýmislegt fleira smálegt meðal annars fallega leðurtösku. Þegar við komum aftur upp á hótel þá mættum við kennurunum með ferðatöskurnar sínar á leið út á völl. Ég hafði þurft að lána þeim slatta pening þar sem vísakortin þeirra voru ekki að virka en ég var með varasjóð í dollurum sem ég gat lánað þeim. Ég sagði að ef ég fengi þetta ekki borgað þá vildi ég allavega fá fyrstu einkunn fyrir fagið... hehe...

Eftir handverksmarkaðinn þá var farið í Mollið að borða en það er hér á hæðinni fyrir neðan og svo var haldið í súpermarketinn til að kaupa romm. En Martin kennari sagði að það væri skylda að kaupa ekta Gvatemalískt romm sem er 23ja ára gamalt.

Síðan tók við mikil tölvuvinna og innsetning á myndum, sem fór fram á barnum með einni margarítu, en ég er byrjuð núna að sinna vistfræðiheimaverkefnunum en ég sé um heimaverkefnin í vistfræðinni við Lbhí eins og ég gerði í  fyrra en þetta er talsverð handavinna ef vel á að vera og nemendurnir eru ansi margir í ár eða um 80 talsins en mér finnst þetta óskaplega gaman. Ég var í fjórar klst bara að nálgast verkefnin og lesa pósta frá nemendum og skipuleggja en ég er ekki byrjuð á sjálfri yfirferðinni.. Þetta tekur slatta tíma. Ég talaði líka mikið við Valda á msn en ég er farin að hlakka mikið til að hitta kallinn minn aftur heima í Svíþjóð á þriðjudaginn.

Við höfum eiginlega ákveðið að vera ekkert að fara út af hótelinu. Þetta er fínt lúxushótel og hér er allt sem við þurfum, gymm, nudd, sundlaug, veitiingastaður, bar og Mollið hér í kjallaranum. Umhverfið hér fyrir utan er bara hættulegt og óspennandi svo hér erum við strandaglópar fram á mánudag á þessu lúxushóteli. Við hefðum farið í dag heim ef kennarinn hefði ekki alltaf verið með vitlausa dagsetningu á planinu.. Spæló.... Svo við pöntuðum miða heim seinna en nauðsynlegt var og það kostar okkur auka tvær nætur á hóteli.

Eftiri pizzu á veitingastaðnum og rauðvínsglas hjá Dýrleifu og Lindu þá skreið ég í bólið alveg úrvinda. Vonandi næ ég almennilegum svefni í nótt.  

Ég setti inn tvö ný albúm: Orkideur og Yaxjá maya hofin.

Bestu kveðjur frá Gvatemala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband