Veðreiðar og fleira

Jæja,  Það er svo sem ekki mikið að frétta af mér hér í Malmö. 

Á föstudagskvöld fór ég í mat til Rakelar og var það ljómandi skemmtilegt og alltaf gott að setjast niður og spjalla öðru hvoru, þó að við Rakel hittumst á hverjum degi í skólanum þá er aldrei næði til að spjalla almennilega þannig að svona stundir eru nauðsynlegar. 

Í gær kom Vaggi en hann er hjá systur sinni í Köben þessa daganna.  Við skelltum okkur á veðreiðarnar í Jägersro. það var ekki nærri eins margt um manninn þar núna eins og þegar við fórum í haust, en menn öskruðu og æptu jafn mikið fyrir því enda hægt að græða vel ef maður er heppinn. Eftir að veðreiðunum lauk fylgdi ég Vagga niður á centralstation, og var lagður af stað heim þegar að hann hringdi og spurði hvort hann mætti gista systir hans var farinn að vinna og hann nennti ekki yfir.  það varð því úr að hann gisti.  Við röltum á bar og fengum okkur einn öl, fengum okkur síðan pizzur og röltum svo heim í góða veðrinu, 6°C.  þegar heim kom kveiktum við á sjónvarpinu en við vorum frekar lúnir eftir daginn og sofnuðum yfir því.  Við bjuggum svo Um Vagga í stofunni og vorum farnir að sofa um miðnætti.  Vaggi fór síðan um hádegið í dag.  eftir það hringdi ég í Krakkana og fór svo bara að haugast, tók aðeins til og dúllaði mér eitthvað og fór svo að surfa á netinu.

Á morgun byrja ég svo í nýjum kúrs í skólanum en það er kúrs sem heitir policy og er um stefnu og lög hinna ýmsu landa í skógræktar málum.  það verður fróðlegt að sjá hvernig hvernig aðrar þjóðir stjórna sínum skógræktarmálum.

það er ekki meira frá mér í bili

Bestu kveðjur

 Valdi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 295161

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband