Karlinn einn í koti situr

Ósköp er nú einmannalegt hér í íbúðinni þegar allir eru farnir, nema karlinn sem á að vera að lesa undir próf sem er á þriðjudaginn.   Jæja það sem gerst hefur í dag er það að klukkan 5 í morgun keyrði ég Guðrúnu niður á brautarstöð þar sem hún átti að mæta klukkan 6 á Kastrup til að tékka inn í flugið til Gvatemala,  Hún er væntanlega enn á leiðinni þangað þar sem þetta ferðalag átti að taka 20 tíma. Vonandi gengur vel hjá þeim.

Þegar þessum rúnti var lokið reyndi ég að leggja mig aftur en það tókst ekki.  ég vakti svo börnin klukkan 8 og við fengum okkur morgunmat og fórum svo út á Flugvöll (Kastrup).  það tók smá tíma að tékka alla inn og svoleiðis.  En börnin komust heil á höldnu heim á Klakann, lentu þar um klukkan 4 að Íslenskum tíma. Ég er búinn að heyra frá þeim.

Á Kastrup hitti ég svo Rakel og Guttana og Önnu Maríu en þau voru að koma frá Íslandi  en með sitthvorri vélinni,  Eftir nokkra bið á flugvellinum, (en ég mátti ekki yfirgefa flugstöðina fyrr en að vélin var farinn í loftið þar sem ég hafði keypt fylgd fyrir Lindu Ósk),  Var haldið í lestina og ég skutlaði Rakel, Guttunum og Önnu Maríu heim. 

Nú sit ég einn og mjög þreyttur vegna svefnleysis og reyni að skrifa eitthvað gáfulegt, ég held að ég láti próflesturinn bíða til morguns og fari heldur snemma í bælið í kvöld.

Annars gerðust þau undur og stórmerki að það kom vottur af vetri. Frá áramótum var frost rok og snjófjúk hér í Malmö og í gærmorgun frostrigning framan af degi sem gerði ægilega hálku, Sem að ég og börnin urðum vel vör við uppi í Lundi en þangað fórum við í gær en það varð stutt stopp bæði vegna hálku og einnig varð Lundur rafmagnlaus þannig að við drifum okkur bara heim þegar við höfðum skoðað kirkjuna.  Seinni partinn byrjaði svo að snjóa og náði jörð að verða alhvít,  en það er allt horfið núna enda hitastigið komið í 3°c.

Jæja það er best að hætta þessu bulli og snúa sér að öðru.

Einmannalega kveðjur frá Malmö


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband