Skemmtilegir dagar

Síðustu dagar hafa verið ljómandi skemmtilegir en Guðbjörg hefur verið hérna hjá okkur þessa vikuna. Á föstudaginn kom loksins að stóru stundinni þegar hún var að verja/flytja lokaverkefnið sitt. Loksins er 5 ára skólapuð að verða lokið og sést í landslagsarkitektatitilinn að loknu verknámi á Íslandi.

Vörnin fór fram við SLU og þetta var ljómandi áhugavert að fylgjast með og Guðbjörg stóð sig eins og hetja í að útskýra verkefnið og svara fyrirspurnum.  (Sjá myndir).

Um kvöldið kom Hlynur frá Kaupmannahöfn og öll hersingin fór út að borða. Við fórum á Steikhús við Litla torg og þaðan á Írskan bar en þar var mikill troðningur og hávaði svo við drifum okkur heim enda var Hlynur farinn að haltra verulega en hann missteig sig "á 16 cm háu hælunum sínum". Tounge Þegar heim kom þá fékk hann Chillí kjötrétt í plastpoka úr frystinum til að leggja á ökklann sem var talsvert bólginn.  Það var mjög skemmtilegt að sitja og spjalla fram eftir í rólegheitunum. Þetta var skemmtilegt kvöld.  Það var reyndar svolítið súrt að Þórarinn (maðurinn hennar Guðbjargar) var fastur heima á Íslandi vegna veðurs en hann ætlaði að eyða kvöldinu með okkur.  Hann kom ekki til Kastrup fyrr en allavega 20 tímum á eftir áætlun og kom því aldrei til Malmö en Guðbjörg og Hlynur fóru um hádegið yfir til Köben.

Restin af laugardeginum var tekin rólega og fór bara í hangs og kósíheit. En í dag eru stór plön um mikinn lærdóm og duglegheit í dag og næstu daga áður en barnahersingin kemur hér 25. des.

Kveðjur frá Malmö

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband