Elg-hamborgarar

Ég var líklega enn að ná úr mér þreytunni eftir svefnleysi næturinnar áður þar sem ég vaknaði upp með andfælum þegar Valdi kom heim úr skólanum klukkan 12 á hádegi. Ég var ekkert smá rotuð en er hins vegar hress í dag og búin að bæta fyrir svefnleysið..

Valdi var í skólanum til hádegis en ég notaði daginn í að klára jólakortin. Loksins fórum við svo með 50 jólakort og 5 pakka á pósthúsið. Púff.. þá er það búið.. Dagurinn fór annars í lærdóm en ég náði að skila af mér plöntufjölskylduóskalistanum fyrir munnlega prófið sem reyndar er ekki fyrr en 15. febrúar og svo er ég byrjuð að huga að ritgerð sem við eigum að skrifa og ég ætla að reyna að klára fyrir jól, einnig er ég loksins byrjuð að hreinrita glósurnar úr tímanum á fullu en það er alltaf ákveðin handavinna og pjatt hjá mér.

Um kvöldið gerðum við svo hamborgara úr elghakki. Hér í Mallinu er hægt að kaupa steikur og hakk úr allskonar villibráð. TD. Elg, villisvín, hreindýr og hjartarkjöti svo eitthvað sé nefnt.  Um daginn eldaði Rakel handa okkur Elgsteik sem var ljómandi góð og því var ákveðið að prófa Elg-hamborgara. Þeir voru mjög góðir en það var sérstök lykt af kjötinu og það var líka fituminna. Okkur þóttu hamborgararnir mjöjg góðir og bragðbetri en venjulegir borgarar.

Takk Steinunn fyrir plöntuupplýsingarnar og gaman að sjá ný nöfn í commentunum Steinar og Gíu..

Kveðjur frá Malmö


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hó!

Takk fyrir kvittið...og já takk fyrir síðast, þetta var ferlega gaman :)

Ég er búin að skanna myndaalbúmin og síðustu færslur, sýnist þetta vera eitt allsherjar ævintýri þarna úti hjá ykkur ;)

Knúsaðu Rakel frá mér og auðvitað Valda líka!

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:42

2 identicon

Hæhæ

Alltaf gaman að fylgjast með því hvað þið eruð að bralla þarna úti  Mamma var að velta því fyrir sér hvenær Káti hefði verið gefið ormalyf síðast.  Munið þið það?

Bestu kveðjur af Eyrinni sem aldrei sefur,

Halla (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 20:43

3 identicon

Hæ.  Guðrún heitir húsið þitt í mosó Bókfell?  Anna María er voða einmanna þarna úti, fjöldskyldan öll hér heima, gætuð þið ekki  boðið henni í mat eitthvert kvöldið með Rake ef að þið hafið tíma.  Hún hefur ofnæmi fyrir rauðu kjöti en getur borðað kjúkling.  Hún kemur heim í jólafrí 16.des.   Halla er núna úti að flytja Unni Salóme og Einar í nýja húsið.  Þar er víst allt á kafi í snjó.  Kveðja að sinni Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband