Pizzuveisla hjá Rakel

Já núna búum við hjá Rakel og það er óskaplega ljúft. Á laugardagsmorgni þá fórum við að ganga frá íbúðinni sem var lítið mál enda stóð ekki til að þrífa hana í spað enda er hún mun hreinni núna en þegar við tókum við henni. Síðan fórum við til Davids og skiluðum lyklunum og ég benti honum á að hann væri að tvíleigja íbúðina og við vildum fá endurgreitt fyrir hluta október.. Hann staðhæfði að hann væri ekki búinn að leigja út íbúðina sem er rangt og þar af leiðandi gætum við alveg verið þarna út mánuðinn... Ég sagði að það væri fínt að vita og ég myndi þá koma og fá lyklana til að sækja póst (við gáfum aldrei upp heimilisfangið þarna svo það er enginn póstur)... Þannig að nú ætlum við bara að sjá til hvort við erum einhvern tíman í vondu skapi og viljum taka það út á einhverjum þá göngum við í málið aftur.. En eins og er þá erum við bara svo guðs lifandi fegin að vera laus úr þessu rugli að kannski bara sleppum við þessu veseni..  Við vorum svo bara í stússi fram eftir degi en um kvöldið þá gerði ég pizzur fyrir Rakel, guttana, Lilju og Valda. Ég fór með pizzaofninn minn með mér út en hann hefur ekkert verið notaður fyrr en núna. Pizzurnar voru ljómandi góðar þó ég segi sjálf frá og kvöldið var hið skemmtilegasta.

Núna er sunnudagsmorgun og ég ætla að reyna að læra eitthvað, hjólatúr er á döfinni en aðallega þá horfum við bara á símann í þeirri von að Anna hringi og segi að íbúðin sé til en þau lofuðu henni með kvöldinu...

Kveðjur frá Arlöv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðrún - til látið ekki indverjan sleppa! Auðvitað gangi þið á eftir honum alveg þangað til hann borgar ykkur það sem þið eigið að fá. Um að gera að reyna að komast að hvort hann er að tvíleiga íbðuna. Áfram með ykkur, ekki gefast upp.

Elin (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 11:33

2 identicon

það er satt ekki láta hann komast upp með neitt rugl, en skil samt kannski alveg að þið nennið ekki að standa í þessu veseni stundum er bara gott að vera laus. Vonandi eru þið flutt inn í nýju íbúðina ykkar núna þegar ég skrifa þetta!

Hafið það gott, bið að heilsa hinum íslensku svíunum

Berglind (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 08:23

3 identicon

Hvaða rugl er í ykkur? Þið látið kallhelvítið ekki taka ykkur í rassgatið. 8000 skr og þau eru þegar búin að koma fram við ykkur eins og klaufdýr, þið fáið þetta bara endurgreitt annars komið þið upp um kallinn.

Þetta er andvirði vikuferðar til Spánar, þetta er 15 kassar af viking meira að segja stórum dósum, eða 75 rauðvínsflöskur, 1 dekkjagangur undir jeppann, Guðrún gæti keypt sér næstum allt sem hana langar í ruslabúðinni fyrir þennan pening(en bara næstum allt), 5 mánaða kort fyrir Guðrúnu í lestina til Köben, 5* út að borða með mér og Lilju og þið borgið, Nýr flatskjár, eða bara hægt að veðja geðveikt miklu á næstu truntukeppni sem ég og valdi förum á(þá tökum við strætó)

það er hægt að gera allt fyrir þennan pening en þið eruð að spá að gefa skítnum skrítnum araba þetta sem þegar er búin að gera nóg af sér. djí maður.

Berjast aðeins áfram. Kveðja Vaggi

Vaggi (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 09:58

4 identicon

Til hamingju með nýju íbúðina  

Njótið tilverunnar þangað til við mætum með bláa málningu

Bestu kveðjur

Rakel, Siggi og Hafþór 

Rakel (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:27

5 identicon

hehe já og ég mæti með fjólubláa og við stelum öllum ljósum úr íbúðinni :P

Nei það á eftir að fara vel um ykkur er ég viss um :D

(p.s. ég var nr 50 í dag, er reyndar búin að kíkja tvisvar, líka í skólanum)

 En já ég býð mig fram í innheimtuferð ef þið viljið! ég kann að blóta á sænsku :P

Lilja (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 18:14

6 identicon

Hæ Hæ.

Ég vona að þið séuð komin í nýja íbúð.  Ég er ekki alveg inní málinu með að láta leigusalann ekki sleppa en þið eruð náttúrulega með íbúðina á leigu í einn mánuð í viðbót.  Það var gott bréfið frá Vagga um allt sem þið gætuð gert fyrir peninginn, 75 rauðvínsflöskur.  Guðrún! þú mátt ekki gefast upp.

Bestu kveðjur, Gerður.

Gerður Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 295163

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband