Jurtalitun og meiri jurtalitun..

Ég hef verið mikið að jurtalita undanfarið en ég skellti mér á Mýraeldamarkaðinn með bandið og það seldist smáveigis.. Ég fór líka á markaðinn á Bifröst á opna deginum þar en það segir sig sjálft að það var ekki rétti markhópurinn. Ég hef fengið saumaklúbba hingað heim til að skoða og svo fór ég í Handavinnuhúsið í Borgarnesi á prjónakvöld hjá þeim og kynnti bandið mitt... Ljómandi gaman.. En þó svo að það mjatlist inn smá peningur þá nær þetta hugsanlega bara upp í kostnað í sumar.. Maður verður víst aldrei ríkur á þessu... En meðan það er gaman að þessu þá held ég áfram.. Tíminn sem fer í að safna jurtunum er líka mikill og það þýðir ekkert að reikna það inn í verðið þá væri bandið á milljón eða ég komin á hausinn....Svo ég tali nú ekki um puðið viðað ná í kúahlandið.. Ég fékk góða upphringingu í gærkvöldi en kona hér í þorpinu var að stinga upp rabarbaragarðinn sin og bauð mér rót. Ég hoppaði hæð mína í loft upp og sótti rótina.. Dásamlegt þetta er eins og gull.. Ég get litað svo fallegan fölbleikbrúnan lit úr rabarabararótinni...  Ég auglýsti síðan í Bændablaðinu eftir Rafha suðupottum en mig sárvantar a.m.k. 2 slíka í viðbót til að geta litað af einhverju viti. Einnig óskaði ég eftir íslenskum rokk en ég og Hildur systir prófuðum að spinna á íslenskan rokk um daginn og það er sko allt annar "fílingur" en að spinna á hollensku... Bandið verður mun fínna... en ég held að setningin sem datt út úr mér þegar ég var að spinna lýsi þessu best " Vá Hildur.. ég er að spinna tvinna..."...

Vistfræðivinnan er búin hjá mér og plöntulífeðlisfræðin svo gott sem líka. Þannig að nú eru verkefnaskipti hjá mér en nú fer ég að sinna mastersritgerðinni og undirbúningi fyrir námskeið sem ég er með ásamt fleirum hjá Endurmenntunardeildinni í júní "Flóran litrík og lystaukandi"...  Og svo taka við plöntugreiningarnámskeið í júní en það er bara gaman.. 

Síðasta vika var reyndar pestarvika en ég fékk einhvern "bögg" sem var að ganga í leikskólanum og lýsti sér í háum hita, gríðarlegri ógleði og ansi mörgum eyddum stundum á salerninu... Hélt á tímabili að ég hefði fengið salmonellu... En magnað hvað maður hélt svo vinnuþreki inn á milli... Ég missti varla neitt úr vinnu nema kannski dagstund.... En ég er hressar núna en þó eftir mig eftir átök vikunnar... 

Valdi varði mastersritgerðina sína um daginn og það gekk vel, hann er núna að leggja lokahönd á ritgerðina en það er bara pjatt eftir. Nú á hann bara eftir einn örlítinn leskúrs og þá er hann BÚINN... Vá hvað það verður næs... Hann átti að koma heim í gær en þökk sé Eyjafjallajökli þá kemur hann í kvöld og flýgur á Akureyri.. Ég er reyndar alveg sátt við það því það sparar mikinn bensínpening og tíma í að sækja hann.. Honum verður bara droppað af í Hyrnunni og ég sæki hann þangað um miðnætti.... Hlakka mikið til að hitta hann...

En fyrst Valdi kom ekki í gær þá allt í einu birtist heil helgi sem ég hafði út af fyrir mig með engin plön.. Dásamlegt... ég hef verið að taka til, prjóna, hekla, ganga frá rabarbararótinni, gera rabarbarasultu, rifsberjahlaup, kæfu og bara dúllast endalaust í hinu og þessu sem hefur segið á hakanum lengi.... Þannig að það rættist ótrúlega vel úr helginni þó vonbrigðin yfir að Valdi kæmi ekki á réttum tíma voru gríðarleg.. En hann kemur í kvöld..  

Nýtt albúm (Hannyrðastúss) 

Bestu kveðjur frá Hvanneyri 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað bandið þitt er fallegt og hyrnurnar æðislegar!!

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 12:51

2 identicon

Til lukku með bandið :)

Anna Lóa (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband