7.3.2010 | 11:36
Viskukýrin 2010
Jæjja loksins kemst ég í að skrifa færslu en það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér í janúar og febrúar.
Ég var í fyrsta sinn að kenna 2/3 hluta af grasafræðinni í háskóladeildinni og vægt til orða tekið þá var það alveg ofboðslega gaman og fræðandi. Þetta hefur verið draumur hjá mér að kenna þetta síðan ég var sjálf nemandi í grasafræðinni hjá Rikka hér í den. Ég veit ekki betur en að þetta hafi gengið ágætlega hjá mér en margt sem betur má fara og ég hlakka til að bæta að ári.. En mikið er ég fegin að þessi törn er búin en samt er nóg að gera... En næsta törn er verklegi hlutinn í plöntulífeðlisfræðinni en ég ætla að eyða næstu viku í að endurskoða allt það námsefni og betrumbæta.
Fátt hefur á daga mína drifið hér þennan tíma en stærsti viðburðurinn var auðvitað Viskukýrin 2010 sem er árleg spurningakeppni milli starfsmanna, nemenda og heimamanna hér á Hvanneyri og í Borgarfirði. Viðburðurinn hefur vakið mikla athygli og hér mætir fólk langt að til að fylgjast með. Spurningarnar eru eins og nafnið gefur til kynna í sveitalegum stíl og salurinn er skreyttur með safnhlutum úr Landbúnaðarsafni Íslands hér á Hvanneyri og m.a. er fengin dráttarvél á hverju ári og henni stillt upp í forstofunni. Þetta er í 6. sinn sem Viskan er haldin og ég var bara alveg orðlaus á því hvað þetta var flott í ár. Nemendurnir sem stóðu að þessu stóðu sig frábærlega og allir Borgfirðingar eru til í að aðstoða. Td. gáfu allir helstu fjölmiðlar hér ókeypis auglýsingar og karlakórinn Söngbræður komu og fluttu fyrir okkur nokkur lög. Vá að fá heilan karlakór til að skemmta var náttúrulega snilld, 40 karlmenn.... Ég held að öðrum Viskum ólöstuðum þá hafi þetta verið sú allra flottasta.... Logi Bergmann mætti að vanda og fór á kostum við að gera grín að keppendum og lesa upp misgáfulegar spurningar úr hrútaskránni. Ég er afskaplega stolt af þessari keppni en við vorum nokkur sem störtuðum henni hér í den en ég átti hugmyndina en Ásmundur Einar Daðason átti nafnið, síðan var þetta þróað saman með Jolla sem samdi spurningarnar og nú hefur þetta undið svona upp á sig að þetta er nánast orðinn stórviðburður hér í sveitinni... Ási kom og veitti Viskukúna í ár en nú er Ási orðinn þingmaður..
Annars eru bara róleg heit hjá mér og Káti en við löbbum mikið saman en þó hefur færðin ekki boðið upp á það almennilega síðustu viku. Ég er svolítið í hannyrðunum og tók smá jurtalitunartörn um daginn og er að spinna gráa fallega ull á kvöldin. Ég hlakka mikið til að fá Valda heim í vor en það er bara svo langt þangað til... Börnin koma að heimsækja mig helgina fyrir páska svo það verður gaman..
Það fylgir þessari færslu nýtt albúm sem heitir Viskukýrin 2010 en þær myndir eru teknar af Steini Randveri og Guðrúnu Rakel nemendum hér en Valdi er með vélina okkar úti.
Bestu kveður úr Borgarfirði
Guðrún og Kátur
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
takk fyrir pistilinn :) okkur fannst ömurlegt að missa af viskukúnni en gott að hún tókst vel. kveðja að austan
Anna Lóa (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.