Enn vetur í Svíþjóð

Jæja gott fólk þar sem ekki heyrist mikið í húsfreyjunni í Álfhól á þessari síðu um þessar mundir, fannst mér rétt að henda inn smá pistli um lífið í námsbúðunum í Svíþjóð.  Það er helst í fréttum að hér er bara vetur og það er búið að bæta mikið í snjóinn hér, hiti var yfir frostmarki seinnipartinn í gær og það þiðnaði töluvert en núna er farið að snjóa aftur og það er spáð snjókomu út þessa viku með vægu frosti. Harðasti vetur í 25 ár segja menn hér á Skáni.

Í byrjun mánaðarins brá ég undir mig betri fætinum og skellti mér til Noregs til að hitta Íslendinga sem stunda nám við Landbúnaðarháskólann að Ási. Það var mikið gaman og Þorrinn var blótaður eins og vera ber og var glatt á hjalla og gaman að hitta gamla skólafélaga frá Hvanneyri. Þar er nú töluvert meiri snjór heldur en hér hjá mér. Ég gisti fyrstu og síðustu nóttina hjá Ragnari og Hrafnhildi en mið nóttina gisti ég hjá Siggu og Hauki.  Þar fékk ég nú heldur lítinn svefn, var vakinn af Þórði Loga um 8 leitið og það átti bara að fara að leika eða horfa á Línu en Þórður Logi er einn helsti aðdáandi hennar í Noregi og þó víða væri leitað og minn helsti aðdáandi úr leikritinu.

Annars hefur lífið bara verið lærdómur, en það er bara feiknin öll að gera í kúrsinum sem ég er í og ég hef ekki haft eins mikinn tíma til að sinna mastersverkefninu eins og ég vildi.  En það er svolítið um skoðunarferðir í kúrsinum og við vorum að koma heim í gærkvöldi úr tveggja daga ferð til Kristjanstad og Blekinge. þetta var skemmtileg ferð og margt fróðlegt var skoðað og spjallað,  meðal annars við bændur í Blekinge.

það er svo sem ekki mikið meira að frétta héðan annað en lærdómur og aftur lærdómur. Núna þarf ég að lesa eina feita bók og svo er seminar (umræðufundur) um hana eftir viku.  Ég ætla samt að reyna að koma einhverju í verk með mastersverkefnið líka þar sem ég er kominn á skrið með það aftur.

Tvö ný albúm fylgja þessari færslu "Þorrablót að Ási" og "Kristjanstad og Blekinge".

Kærar kveðjur úr vetrarríkinu í Suður-Svíþjóð

Valdi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Voðalega er þessu hitastigi misskipti, hér í Ási eru -14°C núna fór niður í -20°C í nótt og þú bara í frostmarki, kannski ástæðan fyrir að þök hrinja þarna í Svíþjóð, ef snjór nær svona bleytubráð í sig á þaki og þyngist margfalt.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 22.2.2010 kl. 11:17

2 identicon

Sæll,

Takk fyrir pistil, ég var einmitt að undra mig á því afhverju það kæmi ekki pistill frá Álfhólsfrúnni... var alveg viss um að hún kæmi með pistil um Viskukúnna fyrir okkur sem misstum af þeirri yndislegu skemmtun :) Skora því á hana hér með :)

En já gaman að heyra frá þér Valdi og vona að þú náir að klára verkefnið þarna úti.. gott að vera laus við það sem fyrst :)

kveðja að austan

 

Anna Lóa (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 294495

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband