Trjáklippingar og Búnaðarskólinn í Ólafsdal

Enn eru það tölvuvandræði sem koma í vef fyrir tíðar færslur frá þessu heimili... Veit samt ekki hvort þetta er tölvan eða moggabloggið sem er að gera mig gráhærða...

Annars er tölvan mín komin úr viðgerð og er í endurhæfingu hjá Guðjóni tölvufræðingi svo þetta horfir allt til betri vegar.

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur að venju. Valdi hefur verið alveg á fullu að klippa garða með Gísla bæði niðri á Skaga og líka hér á Hvanneyri. Hann hefur líka farið hér eitthvað upp í sveitir að klippa. Svona útivinna bætir, hressir og kætir kallinn sem er að missa geðheilsuna á að sitja inni og skrifa ritgerð...

Ég hef verið bissí í vistfræðinni en nú fer að koma að lokasprettinum hjá nemendunum þar.

Ég fór líka um daginn upp í Dalasýslu til Hildar en við fórum saman á málþing um Búnaðarskólann í Ólafsdal sem var stofnaður árið 1880 minnir mig... Húsið liggur undir skemmdum og nú á að fara að gera eitthvað við það og hafa einhverja menningarstarfsemi þarna. Við byrjuðum á að fara inn í húsið um morguninn fyrir málþingið en Hildur og fleiri listamenn verða með myndlistarsýningu þarna í ágúst.. Það var frábært að sjá inn í þetta gamla hús.. Svo lúið.. Þarna var skóli í nærri 30 ár og hefur húsið verið nýtt til ýmissa hluta síðan.. (myndir koma seinna).  

Kosningarnar lögðust vel í mig. Það gekk illa að sannfæra Valda hvað hann átti að kjósa en það tókst á lokasprettinum.. Ég var afskaplega spennt yfir þessum kosningum en ég hef ekki horft á kosningasjónvarp úr sófanum heima í hátt í 20 ár... Ég hef annað hvort verið erlendis eða unnið við þetta hjá Rúv eða Stöð 2... Við Valdi grilluðum og höfðum það mjög kósí og drukkum fínt eðalvín sem Valdi hafði keypt í fríhöfninni.. Namm það var ljúffengt...   Eftir fyrstu tölur þá taldi ég ljóst að hann Ásmundur vinur minn úr Dalasýslu væri ekki að fara á þing.. En ég var mjög svekkt.. Svo í gegnum svefninn þá heyrði ég um fimm leytið að hann væri inni sem jöfnunarþingmaður... En allt gat breyst... Nýjar og nýjar tölur breyttu samt stöðunni ekkert og svo var bara eftir að fá tölur úr NA kjördæmi.. Ég hélt ég myndi deyja úr spenningi og þoldi ekki við og labbaði 5 km með hundinn þar til síðustu tölur kæmi og viti menn.. Jú hann var inni hann Ási... Ég man þegar einhver spurði hann  hvort hann ætlaði að vera bóndi á Lambeyrum alla sína ævi.. Þá svaraði hann snöggur til.. " Já nema þegar ég verð landbúnaðarráðherra..."...

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 293803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband