Kalt vor

8 stiga frost á Hvanneyri í dag... Og ég sem er að bíða eftir vorinu. Sést hefur til tveggja "meintra" blesgæsa á túninu hjá Ausu og þá fara þær vonandi að streyma að.... Ég sá nokkra tjalda um daginn og crocusarnir eru að gægjast upp í garðinum... Það má alltaf vona....

Ég hef verið heldur "bakk" undanfarið en ég fékk aftur hálseymsl sem leiða niður í vinstri hendi.. Ég hef verið nánast óvinnufær í einhvern tíma en sem betur fer var kennslan þannig hjá mér að ég komst upp með það. Ég hef ýtt á undan mér yfirferð á verkefnum og nemendurnir hafa verið þolinmóðir gagnvart því. Hins vegar er mér að batna og nú er ég sest aftur við.  Ég hef samt getað gengið með hundinn og jurtalitað en það að sitja við skrifborð, prjóna eða keyra hefur verið  mjög sársaukafullt en það að stússast í bandinu gat ég gert en ég er að verða tilbúin með hátt í 100 þúsund króna virði af bandi sem ég mun setja í Ullarselið eftir páska.  Það hafði safnast upp lager af bandi sem ég átti eftir að merkja og ganga frá. Gullfallegt jurtalitað band þó ég segi sjálf frá og tvær hespur af rauðbrúnu bandi sem var litað með fjallagrösum og lá svo í keytu....

Kennslan sem ég er í þessa dagana er verklegt í plöntulífeðlisfræði og líklega var það bogrið yfir smásjánum sem hljóp í bakið á mér en þetta vandamál kom upp nákvæmlega fyrir ári síðan þegar ég var líka að kenna þetta. Ég er líka með heimaverkefnin í háskóladeildinni og farin að huga að námskeiðum sumarsins í grasnytjum og plöntugreiningu.

Um daginn fórum við systurnar ásamt Eiði frænda á byggðasafnið suður í Garði. Þar er uppi ljósmyndasýning með úrvali ljósmynda sem amma mín (ömmu systir) Svanhildur Ólafía Guðjónsdóttir tók á myndavél sem hún fékk í fertugsafmælisgjöf. Þetta var alveg stórkostlegt að sjá Réttarholtssystkinin á myndum og myndir af Langafa og Langömmu. Vá... algert ævintýr. Við ókum einnig að Réttarholti sem er "ættaróðalið" en húsið stendur í grunninn enn þá, en Birgir frændi hefur byggt í kringum það nútíma einbýlishús. Við gengum að sjónum fyrir aftan og það var bara eins og ég hefði verið þarna í gær ég mundi þetta svo greinilega, hverja þúfu, hvönnina, vatnsbólið, klettarnir... Alveg magnað... Þarna er líka lítið sumarhús sem heitir Esjuberg sem var í eigu ömmu og afa held ég en það er komið úr fjölskyldunni.  Einnig voru margir munir á byggðasafninu í eigu Langafa og langömmu og margt sem ég meira að segja mundi eftir.... Ótrúlegt...

Það er allt fínt að frétta af Valda í Svíþjóð en hann situr sveittur við skriftir þessa dagana en nú leggur hann mesta áherslu á að klára ritgerðina sína.  Hann kláraði 15 ektu kúrs um daginn og gerði það bara með glans.. Það stefnir í einmannalega páska hjá honum með við skriftir í sænska vorinu.

Páskarnir verða rólegir hjá mér, ég þarf aðeins að fara suður og ég á von á vinkonum í kvöld en annars ætla ég að stunda hannyrðir og vinnu til skiptis og slaka á.

Bestu kveðjur úr Borgarfirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband