Frumsýningarhelgin

Jæja þá er löngu og ströngu æfingarferli á Línu Langsokk lokið.  Síðasta vika var undirlögð af æfingum og undirbúningi.  Generalprufan var á föstudagskvöldið, það var greinilegt að þreyta var í mannskapnum en samt gekk sýningin vel.  Við frumsýndum svo á Laugardaginn fyrir fullu húsi.  Frumsýningin gekk ljómandi enda lögðust allir á eitt um að gera þessa sýningu góða, Krakkarnir stóðu sig öll eins og hetjur.  Lína, Tommi, Anna, Herra Niels og löggurnar fóru á kostum í þessari sýningu að öðrum ólöstuðum.  Eftir frumsýningu skelltum við okkur í pottinn og síðan var pizzu veisla með sem betur fer fáum og stuttum ræðum.  Í gær sunnudag sýndum við aftur fyrir næstum fullu húsi, sú sýning gekk líka glimrandi vel og fengum við ekki síðri móttökur en á frumsýningunni,  við héldum bara að gestirnir ætluðu ekki að hætta að klappa.   Aðstandendur þessarar sýningar geta verið stoltir af henni og leikstjórinn Ása Hlín Svavarsdóttir á heiður skilið fyrir að hafa leitt okkur í gegnum þykkt og þunnt til að ná þessum árangri og sýnt ótrúlega þolinmæði á köflum.

Í gærkvöldi fór Guðrún í tilrauna eldamensku á kjúkling sem endað í einum versta kjúklinga rétti sem við höfum smakkað.  Annars er Guðrún öll að koma til í öxlinni.  Hún eyddi helginni í að þvo reyfi, prjóna og vinna í tölvunni.  Kátur hefur verið duglegur að viðra Guðrúnu þegar ég hef verið að sinna glæstum leikferli mínum.. 

Til að sjá fína gagnrýni um Línu Langsokk þá má klikka hér: http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=84990&meira=1

Hér er smá auglýsing um sýninguna.

 Leikdeild Umf. Íslendings er að sýna leikritið um hana Línu Langsokk í Brún í Bæjarsveit. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir og tónlistarstjóri Zuszanna Budai. Þetta er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Endilega farið og sjáið þetta skemmtilega leikrit. Miðaverð er 2.000 kr. en kjarnafjölskyldan borgar aldrei meira en 6.000 kr.

Sýningar verða eins og hér segir:

Föstudaginn 20. mars 2009 kl. 20:00
Laugardaginn 21. mars 2009 kl. 14:00
Sunnudaginn 22. mars 2009 kl. 14:00
Sunnudaginn 29. mars 2009 kl. 14:00

Miðapantanir í símum: 661-2629 (Beta) og 437-1227 (Eyfi Kiddi og Magga)

Fleiri sýningar verða auglýstar síðar!

Endilega allir að kíkja á Línu og í kaffi á Álfhólinn í leiðinni. 

Bestu kveðjur úr vetrarveðri á Hvanneyri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 293803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband