Viskukýrin 2009

Jæjja þá er Viskukýrin loksins búin.  Valdi kom heim á miðvikudeginum og hjálpaði mér við undirbúninginn en það var nóg að gera. Á síðustu stundu kom í ljós að Ísland í dag ætlaði að mæta og taka upp innslag á Viskukúnni og það þurfti að sinna því. Ég eldaði kjötsúpu handa öllum sem komu að keppninni en við hittumst alltaf heima hjá mér fyrir keppnina til að slaka aðeins á og borða. Þangað komu Logi og Ísland í dag fólkið og svo héldu allir upp í skóla.

Keppnin gekk alveg ljómandi vel en ég held að yfir 200 manns hafi komið á viðburðinn og allir skemmtu sér konunglega. Logi fór á kostum að vanda og gerði grín bæði að spurningum og keppendum. Í ár vann lið umhvefisskipulags sem rétt mörðu lið starfsmanna Lbhí í síðustu spurningu.. Mjög spennandi keppni. Lið heimamanna datt út í fyrstu umferð  en þeir hafa sigrað undanfarin tvö ár. Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður norðvesturkjördæmis veitti Viskukúna og ég held hann hafi bara haft gaman af þessu uppátæki okkar.. 

Ég er búin að vera svona hálf bakk eftir þessa törn en krakkarnir hafa verið hjá okkur um helgina og við fórum á laugardagsmorgni upp í Hvítársíðu til að labba með kvenfélaginu sem fer þar í gönguferðir um hverja helgi á sitt hvorum bænum. Í gær var gengið um jörð Haukagils en það var yndislega fallegt þarna og veðrið var frábært. Síðan fórum við í kaffi til Torfa og Bjarkar á Hvammi sem er við hliðina á Haukagili. 

Í dag vorum við Valdi föst á æfingu á Linu langsokk hjá Ungmennafélaginu en ég lét plata mig í að vera hvíslari og Valdi leikur Glám sem er frekar treggáfaður þjófur... Bara gaman..

Tvö ný albúm: Viskukýrin og Hvítárganga 

Bestu kveðjur frá Hvanneyri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kom þetta einhvern tímann í íslandi í dag ? Ég er þvílíkt búin að reyna að fylgjast með en hef greinilega misst af Ætli það sé hægt að sjá þetta einhversstaðar ef búið er að birta þetta ?

kveðja úr gamla skóla

Anna Lóa

Anna Lóa (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 293803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband