Hvanneyri

Fallegasti bæjarkjarni í heimi... Gamla Hvanneyrarfjósið sem var byggt 1928-1929 og þótti stórt og vandað á þeim tíma og gat hýst um 80 gripi. Efnarannsóknarstöð skólans var til húsa á fjósloftinu um 40 ára skeið. Svo kemur kirkjan sem er byggð 1905 eftir að önnur kirkja hafði fokið í óveðri af Kirkjuhólnum. Þá kemur Skólastjórahúsið en núverandi rektor býr þar með sinni fjölskyldu og þar hefur bókasafnið verið til húsa ásamt skólaskrifstofum. Og svo lengst til Hægri er "Gamli skóli" þar sem eru kennaraskrifstofur og kennslustofur bændadeildar. Þar ku vera mjög reimt. Svo trónir Skessuhornið upp af Gamla skóla.

Tekin: 3.7.2008 | Bætt í albúm: 6.7.2008

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband