Þetta er Skemman á Hvanneyri. Hún var byggð 1896 eftir að biskup hafði tekið eftir að gamla kirkjan inni í kirkjugarðinum var notuð sem skemma. Ekki leist honum á það og lét því byggja Skemmuna. Skemman er elsta húsið á Hvanneyri en nú hefur Sóknarnefndin fengið það til afnota sem Safnaðarheimili. Eftir að Skólastjórahúsið brann eftir aldamótin þá bjuggu allir heimilismenn í Skemmunni í eitt ár. Þar var líka stunduð leikfimi í risinu og að sögn nemanda var það: "...æði kalt og karlmannlegt..." að stunda þar leikfimi...
Tekin: 4.10.2008 | Bætt í albúm: 4.10.2008
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.