Á leiðinni þá stoppuðum við í stórri antíksölu.. Það var æðislegt að skoða þar inni. Ég fann meðal annars þessa norsku vöggu frá 1850. Ég hef nefnilega verið að líta eftir einhverju svona gömlu kari fyrir lopann minn og vá hvað þetta væri flott í stofuna sem geymsla undir lopann... En í fyrsta lagi þá var hún of dýr og í öðru lagi þá var ekki pláss í bílnum.. En vá hvað það var erfitt að skilja hana eftir. Við keyptum hins vegar lítil Rådjurs horn og gamla timbursög fyrir Valda. Ég sá líka silfurhnífaparasett á 90 þúsund íslenskar.. Vá hvað það var flott....
Tekin: 31.5.2008 | Bætt í albúm: 2.6.2008
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.