Eina stopp dagsins var að hlýða á fyrirlestur hjá konu sem stýrir kvennahóp sem er að framleiða jurtir fyrir jurtasjampó. Spennandi verkefni. En ég hélt ég yrði ekki mikið eldri þegar Svend-Eric (kennarinn og túlkurinn) kynnti konuna sem Lesbía Del Torres.. Og hann þurfti svo að nefna hana aftur Lesbía segir.. og ég sá að hann átti erfitt með að hlæja ekki. Ég beit í tunguna á mér til að halda mér saman og Dýrleif þorði ekki að horfa á mig því þá hefði hún sprungið... Ég veit ekki hvort konan veit hvað þetta þýðir en hún kom vel fyrir og var glæsileg kona.
Bætt í albúm: 17.1.2008
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.